Mál í Manor fá númer í hækkandi númeraröð. Fyrsta málið er númer 1. og það næsta númer 2. og svo framvegis.


save image


Eru númer nýtt aftur?

Nei. Mál númer 2. verður alltaf númer 2. Ekkert annað mál getur borið sama númer. Þetta útilokar allan rugling um málsnúmer.


Get ég breytt númeri máls?

Nei. Mál fá númer og fjöldi atriða í Manor byggir á því númeri. Af þeim sökum er ekki boðið upp á að breyta númeri máls.


Get ég notað mína eigin númeraröð?

Já. Margir sem eru með önnur málakerfi áður en þeir koma yfir í Manor eru þegar með númeraröð á málum. Það er ekkert mál að styðja það, lesa inn málin og láta Manor byrja að telja númer í takt við gömlu númeraröðina. Hafa þarf samband við þjónustuver til þess að lesa inn eldri mál og númeraraðir.


Get ég skráð önnur númer á málið?

Já. Manor býður upp á að virkja ytra málsnúmer mála en sá reitur er opinn og hægt að skrá hvað sem er í hann.


Nánar er fjlalað um ytra málsnúmer hér.