Mjög einfalt er að lesa inn viðskiptamannaskrá úr öðrum kerfum við upphaf notkunar Manor eða hvenær sem er. Þá er farið í Stjórnun og þar í Innflutningur og svo smellt á hnappinn Innflutningur viðskiptavina.




Þá birtist gluggi sem leiðir þig í gegnum skrefin við innflutninginn.





Ferlið er afar einfalt. Þú þarft að setja viðskiptamennina í Excel skjal og hlaða því svo inn í Manor. Best að notast við sýnishorn sem hægt er að sækja með því að smella á Sækja sýnishorn en það skjal inniheldur alla dálka sem þú getur notað við skráninguna.




Þegar þú ert klár með öll viðskiptavinagögn í Excel skjalinu er komið að því að hlaða því inn.


Ef engar villur fundust þá er innflutningi lokið og viðskiptamennirnir eru nú allir komnir inn í lista yfir viðskiptamenn.



Geta viðskiptavnir orðið tvískráðir?

Við vörum við því við innlestur að ef viðskiptavinur er þegar til staðar í Manor og þú lest inn skrá þar sem sama viðskiptavin er að finna þá er hann stofnaður eftir sem áður og þú endar með tvo viðskiptavini með sama nafn. Það er einfalt að leysa það með því að eyða þeim nýja svo sá eldri sé einn eftir.


Manor segir að það sé villa í skjalinu

Það er hluti af ferlinu. Manor villuleitar skjalið til að tryggja að það sem þú lest inn í Manor skili sér rétt og valdi ekki villum síðar. Prófaðu að lagfæra villuna í skjalinu og hlaða því inn aftur þangað til að engar villur finnast.


Get ég bætt við dálkum í excel skjalið?

Nei. Við lesum eingöngu inn þá dálka sem eru upp gefnir í viðmótinu og í excel skjalinu.



Get ég lesið inn annað skráarsnið en Excel?

Nei. Við styðjum eingöngu Excel snið skjala af því að það kunna allir okkar notendur að vinna með gögn í því umhverfi og nær öll kerfi bjóða upp á að sækja gögn á Excel formi.



Get ég lesið inn viðskiptamenn úr öðrum kerfum, til dæmis DK?

Já ekkert mál. Þú þarft þá að taka viðskiptamannalistann út úr þeim kerfum - svo sem DK- og vinna þau þannig að þú getir fært þau inn í Excel skjalið sem við bjóðum upp á sem sýnishorn. Einfalt er að sækja flesta lista í töfluformi í öðrum kerfum til að vinna inn í Excel. Best er að tala við einhvern sem er fær í viðkomandi kerfi eða hringja í þjónustuaðila. Svo má tala við þjónustuverið hjá okkur en þar er reynsla af öllum helstu viðskiptakerfum landsins.



Get ég hætt við innlestur?

Já þú getur hætt við innlestur hvenær sem er. Ef þú ert búin að lesa allt inn en vilt núna taka það til baka þá getur þú valið einhvern af þeim innlestrum sem þú hefur gert og valið að Afturkalla hann.