Manor sækir dagskrá allra dómstóla með sjálfvirkum hætti og birtir á yfirliti notenda í Manor. Til þess að virkja dagskrána þarf að skrá kennitölu notenda og nafn (með sama rithætti og dómstólar nota) í stillingar notenda í Manor.
Þegar það er klárt eru atburðir úr dagskrá fyrir viðkomandi lögmann sóttir og uppfærðir sjálfvirkt. Atburðirnir birtast í dálki hægra megin á forsíðu Manor eftir innskráningu. Atburðir í dag og á morgun eru merktir sérstaklega.