Að skrá vöru er afar einfalt í Manor.
- Smellið á Skrá hnapp efst til hægri.
- Veljið Skrá vöru.
- Þá kemur upp viðmót til þess að skrá inn upplýsingar um vöruna.
- Aðeins er nauðsynlegt að skrá það sem er merkt með rauðri stjörnu:
- Mál
- Lýsingu
- Magn
- Taxta
- Dagsetningu
- Hægt er að skrá sérstaklega hvaða magn er til greiðslu.
- Hægt er að skilgreina sérverð á vöruna í þetta skiptið.
- Hægt er að skrá hver eigi að greiða en sjálfgefið er að viðskiptavinur greiði.
- Þegar allt er klárt er smellt á [Vista vöru]
Nú er búið að skrá vöru á mál.
Verð vöru
Verð á vöru ræðst af kílametrafjölda og taxta. Taxtinn er stilltur undir Kerfisstjórn og þar undir Taxtar. Sérstök réttindi þarf til þess að sjá það svæði.