Það er einfalt og gagnlegt að skrá réttar upplýsingar um fyrirtækið áður en notkun Manor hefst. Upplýsingar um fyrirtækið eru nýttar víða í Manor svo sem í vinnuskýrslum, á þjónustuvef viðskiptavina og víðar. Athugið að til þess að geta skráð upplýsingar um fyrirtækið þarf að vera með stjórnendaréttindi í Manor.


Upplýsingar um fyrirtækið eru skráðar hér.


Kerfisstjórn -> Stillingar -> Upplýsingar um fyrirtækið


save image


Á síðunni Stillingar má finna nokkur svæði með stillingum. Finndu svæði sem nefnist "Upplýsingar um fyrirtækið" og smelltu þar á hnappin Breyta.


Þá opnast mynd þar sem hægt er að skrá allar upplýsingar.


save image


Hægt er að hlaða inn merki fyrirtækisins með einföldum hætti í viðmótinu. Gættu þess að hlaða inn merki sem fer vel á hvítum fleti því merkið er nýtt m.a. á vinnuskýrslum.