Það er einfalt og gagnlegt að skrá réttar upplýsingar um fyrirtækið áður en notkun Manor hefst, þó það megi að sjálfsögðu skrá þær inn síðar. Upplýsingar um fyrirtækið eru nýttar víða í Manor svo sem í vinnuskýrslum, á þjónustuvef viðskiptavina og víðar. Athugið að til þess að geta skráð upplýsingar um fyrirtækið þarf að vera með hlutverk stjórnenda í Manor.


Upplýsingar um fyrirtækið eru skráðar hér: Kerfisstjórn -> Stillingar -> Upplýsingar um fyrirtækið



Þegar hingað er komið má smella á hnappinn Breyta. Þá birtist viðmót til að skrá inn allar upplýsingar.



Upplýsingar um fyrirtækið eru nýttar á nokkrum stöðum.


  • Vinnuskýrslur: Á vinnuskýrslum með reikningum eða sjálfstæðum skýrslum kemur fram logo fyrirtækisins.


  • Manor sölureikningar: Allar grunnupplýsingar fyrirtækisins koma fram á sölureikningum hjá þeim sem nota Manor sölureikninga. Þeir sem nýta önnur reikningagerðarkerfi (svo sem DK, Reglu, Stólpa, BC) stýra grunnupplýsingum reikninga í viðkomandi kerfum.


Athygið að hægt er að hlaða inn merki fyrirtækisins með einföldum hætti í viðmótinu. Gættu þess að hlaða inn merki sem fer vel á hvítum fleti því merkið er nýtt m.a. á vinnuskýrslum, eins og sjá má hér: