Það er gott að hafa upplýsingar um sig réttar svo að það sé gaman og persónulegt að nota Manor. Þú getur með einföldum hætti stillt allt sem tengist þér sem notanda á einum stað. 


Fyrsta skrefið er að smella á nafnið þitt efst til vinstri í Manor.


save image


Þá sérðu þessa síðu en á henni eru allar þínar upplýsingar.


save image


  • Upplýsingar um notanda: Hér stillir þú nafn, kennitölu, upphafsstafi, netfang, síma og tungumál.
  • Prófílmynd: Hér hleður þú inn nýrri prófílmynd eða breytir þeirri sem fyrir er.
  • Box staða: Hér má virkja eða slíta tengingu við skjalavistun Manor.
    • Box þarf að vera upp sett hjá þér til þess að hægt sé að virkja/slíta tengingu.
  • Stillingar: Hér má stýra ákveðnum stillingum.
    • Upphafssíða: Þú getur stýrt því hvar þú byrjar í Manor eftir innskráningu.
    • Staðfestingargluggi: Þú getur stýrt því hvort staðfestingargluggi birtist eftir að þú skráir tíma eða ekki.


Þú getur einnig skipt um lykilorð eða skoðað greiningu á þér með því að smella á hnappana efst til hægri.